A strategist with a dash of creativity
Halldís Guðmunds
STIKLAÐ Á STÓRU
Rauði þráðurinn er kona í virkri atvinnuleit.
Árið 2016 útskrifaðist ég úr ferðamálafræði frá Háskóla Íslands og flutti í beinu framhaldi til Bretlands þar sem ég vann mér inn meistarapróf frá Birmingham City University í auglýsinga- og markaðsfræði en ég útskrifaðist þaðan 2017.
Í náminu var mikil áhersla lögð á markaðsherferðagerð, samfélagsmiðla og nýjustu stefnur í markaðssetningu. Ég fékk innsýn í störf stærstu auglýsingafyrirtækja Bretlands og gerði meðal annars auglýsingaherferðir fyrir auglýsingastofurnar Think Jam og Hunterlodge. Lokaverkefni mitt var herferð fyrir Icelandair í samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna.
Eftir útskrift tók við 9 mánaða barneignafrí en samhliða því tók ég yfir fyrirtækinu Alvin Nordic Associates og hef rekið það síðan júní 2018. Þar sinni ég daglegum rekstri og markaðsstarfsemi fyrirtækisins. Síðan ég tók yfir hef ég unnið að ,,rebranding” á fyrirtækinu, stefnumótunargerð, heimasíðugerð, textagerð, samfélagsmiðla auglýsingagerð og viðburða markaðssetningu (e. event marketing) og lært heilmikið í leiðinni. Í starfi sem þessu er krafist þess að geta gert í það minnsta 3 hluti í einu, mikillar skipulagshæfni, úrræðasemi og herkænsku. Sem betur fer eru þetta allt eiginleikar sem ég hef að geyma. Auk þess legg ég mikið upp úr því að hafa hlutina í röð og reglu, hugsa í skapandi lausnum (e. creative problem solving) og vera jákvæð, metnaðarfull manneskja með ótæmandi lista markmiða í lífinu.
Ég hef ákveðið að segja skilið við fyrirtækjarekstur þar sem draumurinn er að geta nýtt mína menntun og unnið við það sem ég hef virkilegan áhuga á. Ég er þyrst í meiri þekkingu, hæfni og reynslu í markaðsstörfum, er tilbúin að leggja hart að mér og ná árangri. Þess vegna er ég kjörin manneskja í starfið.
CV
Það sem á daga mína hefur drifið síðustu ár sem vert er að setja á pappír.
Að undanskildu þess að byggja fjölskyldu.
PORTFOLIO
Mæli með að ýta á myndirnar.